Laugardaginn 15. júní flytur Atli Ásmundsson, fyrrverandi aðalræðismaður í Winnipeg, erindið Vinir í vestri. Líf og starf meðal Vestur-Íslendinga í Breiðdalssetri á Breiðdalsvík. Atli segir frá kynnum sínum af fólki af íslenskum ættum í vesturheimi. Aðgangur er ókeypis. Fundurinn er samvinnuverkefni Breiðdalsseturs, Utanríkisráðuneytis og Þjóðræknisfélags Íslands.