Laus er til umsóknar tímabundin kennarastaða í íslensku við Vínarháskóla. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. september 2010. Kennsluskylda er 10 tímar á viku. Umsækjendur skulu hafa lokið M.A. prófi í íslensku og eiga íslensku að móðurmáli. Æskilegt er að þeir hafi kennslureynslu og góða kunnáttu í þýsku.
Upplýsingar um kennsluna og launakjör fást hjá Úlfari Bragasyni, rannsóknarprófessor, í síma 562 6050.
Umsóknir um starfið og ferilskrá skulu ritaðar á þýsku og berist Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Stofu Sigurðar Nordals, pósthólf 1220, 121 Reykjavík, ekki síðar en 5. mars 2010.
Reykjavík 9. febrúar 2010
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum