Skip to main content

Fréttir

Vigdís og Gunnar hafa unnið íslenskri tungu mikið gagn

Hefð er fyrir því að á degi íslenskrar tungu veiti mennta- og menningarmálaráðherra Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Í ár var Vigdís Grímsdóttir þess heiðurs aðnjótandi en hún hefur í áratugi skrifað bækur af nánast öllu tagi.

Ráðgjafanefnd mælti einnig með því að sérstök viðurkenning í tilefni dagsins yrði veitt Gunnari Helgasyni sem hefur skrifað margar af vinsælustu barnabókum síðustu ára.

Í ráðgjafanefndinni áttu sæti í ár þau Baldur Hafstað, sem veitti nefndinni forstöðu, Guðrún Ingólfsdóttir og Dagur Hjartarson.

Rökstuðning nefndarinnar fyrir verðlaunaveitingu þessa árs má finna hér.

Dagskráin í Bergi var fjölbreytt og lögðu margir heimamenn til hennar.

 

Gunnar Helgason, Kristján Þór Júlíusson og Vigdís Grímsdóttir.

 

Hátíðahöld í tilefni dags íslenskrar tungu 2017 fóru fram í Bergi á Dalvík.

 

Amalía Þórarinsdóttir úr Grunnskóla Fjallabyggðar er einn af sigurvegurum Stóru upplestrarkeppninnar.

 

Þormar Ernir Guðmundsson úr Dalvíkurskóla las ljóð eftir Jónas Hallgrímsson.

 

Fréttastofa Rúv á Norðurlandi sendi Ágúst Ólafsson til að spjalla við Vigdísi Grímsdóttur sem fékk Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar.

 

Gunnar Helgason hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir skrif sín fyrir börn.

 

 

Guðrún Ingólfsdóttir sat í ráðgjafanefnd ráðherra og Eva María Jónsdóttir hélt utan um dagskrána.

 

Kór Dalvíkurkirkju söng brot úr Hulduljóðum eftir Jónas Hallgrímsson við lag Jóns Nordal.

 

Myndir: Guðný Sigríður Ólafsdóttir.