Skip to main content

Fréttir

Vesturíslenska ritið Leifur afhent Árnastofnun

Í tilefni aldarafmælis Óskars Halldórssonar bókmenntafræðings afhentu afkomendur hans Árnastofnun heildarútgáfu vesturíslenska blaðsins Leifs, í fallegu bandi, stofnuninni til eignar og varðveislu. Það var sonarsonur Óskars og nafni, Óskar Völundarson, sem afhenti ritið en Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor tók við því fyrir hönd stofnunarinnar.