Skip to main content

Fréttir

Vesturheimsferðir í nýju ljósi

Það fer ýmsum sögum af ástæðum þjóðflutninga Íslendinga til Vesturheims, örlögum og afrekum þeirra, allt eftir því hver segir frá og í hvaða samhengi. Endurmenntun Háskóla Íslands býður upp á námskeið þar sem saga Vesturheimsferða og vesturfara verður skoðuð í nýju ljósi. Fjallað verður um skoðanir Vestur-Íslendinga og sjálfskilning þeirra, tungumál og bókmenntir, og stöðu rannsókna í dag. Umsjón með námskeiðinu hefur dr. Daisy Neijmann en ásamt henni koma að kennslunni Birna Arnbjörnsdóttir prófessor, Guðrún Björk Guðsteinsdóttir prófessor og Úlfar Bragason rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Skráningarfrestur er til 23. október 2012.

Námskeiðið verður sent um fjarfundabúnað á Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar svo og á aðra staði sé þess óskað. Nánari upplýsingar um námskeiðið má fá á vef Endurmenntunar.