Skip to main content

Fréttir

Vesturheimsferðir í nýju ljósi

Það fer ýmsum sögum af ástæðum þjóðflutninga Íslendinga til Vesturheims, örlögum og afrekum þeirra,

Daisy Neijmann.

allt eftir því hver segir frá og í hvaða samhengi. Á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ verður saga Vesturheimsferða og vesturfara skoðuð í nýju ljósi. Fjallað verður um skoðanir Vestur-Íslendinga og sjálfskilning þeirra, tungumál og bókmenntir, og stöðu rannsókna í dag. Umsjón með námskeiðinu hefur dr. Daisy Neijmann en ásamt henni koma Birna Arnbjörnsdóttir prófessor, Guðrún Björk Guðsteinsdóttir prófessor og Úlfar Bragason rannsóknarprófessor að kennslunni.

Skráningarfrestur er til 23. október 2012.

Námskeiðið verður sent um fjarfundabúnað á Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar svo og á aðra staði sé þess óskað. Almennar skráningar fara fram hjá Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum. Starfsmenn stofnana og fyrirtækja sem eiga fjarfundabúnað skrá sig beint hjá Endurmenntun HÍ í síma 525-4444.

Nánari upplýsingar má fá á vef Endurmenntunar.