Stofnun Árna Magnússonar flytur í Hús íslenskunnar haustið 2023. Fram undan er spennandi breytingaferli sem felst í að vinna með starfsfólki stofnunarinnar að því að móta nýjan vinnustað. Leitað er að öflugum einstaklingi til að hafa umsjón með flutningum stofnunarinnar og sem hefur mikinn áhuga á og reynslu af verkefna- og breytingastjórnun, gæðamálum og umbótamenningu. Verkefnisstjóri heyrir beint undir forstöðumann.
Um er að ræða tímabundið starf til þriggja ára.
Helstu verkefni og ábyrgð
- skipuleggja flutning gagna, bóka og gripa í nýtt húsnæði með stjórnendum og starfsfólki stofnunarinnar,
- vera tengiliður við Framkvæmdasýslu ríkisins og Háskóla Íslands fram að opnun Húss íslenskunnar,
- leiða verkefni á sviði gæðamála,
- taka þátt í að móta stefnu stofnunarinnar ásamt öðrum stjórnendum og starfsmönnum.
Hæfnikröfur
- Meistarapróf í verkefnastjórnun eða háskólapróf sem nýtist í starfi.
- Þægileg framkoma og mikil samskiptahæfni.
- Sjálfstæð vinnubrögð, lausnamiðuð nálgun og færni til að sjá heildarmyndina.
- Góð og fjölbreytt reynsla af verkefnastjórnun og breytingastjórnun.
- Farsæl reynsla af gæðastarfi, umbótastarfi og teymisvinnu.
- Traust kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Gert er ráð fyrir að ráðning taki gildi 1. maí 2021 eða eftir samkomulagi. Umsækjendur eru beðnir að skila ferilskrá ásamt kynningarbréfi sem lýsir áhuga á starfinu og hæfni til að gegna því. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 15.3.2021.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Nordal - gnordal@hi.is.
Sótt er um á Starfatorgi.