Árlega veitir Íslensk málnefnd viðurkenningar fyrir það sem vel er gert á svið málræktar eða líklegt er til að efla íslenska tungu.
Viðurkenningar í ár voru veittar Háskólasetrinu á Vestfjörðum fyrir hvatningu og stuðning við notkun íslenskrar tungu í almannarými og Karítas Hrundar Pálsdóttur fyrir sögur á einföldu máli ætlaðar byrjendum í íslensku.
Á myndinni eru Peter Weiss sem tók á móti viðurkenningu fyrir Háskólasetrið á Vestfjörðum og Hrund Þórarins Ingudóttir sem tók á móti viðurkenningu fyrir hönd dóttur sinnar, Karítasar Hrundar Pálsdóttur, ásamt Ármanni Jakobssyni, formanni Íslenskrar málnefndar, og Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra.