Skip to main content

Fréttir

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í Gerðubergi

Á degi íslenskrar tungu, miðvikudaginn 16. nóvember, verður hátíðardagskrá mennta- og menningarmálaráðuneytis í Breiðholti þar sem ráðherra afhendir Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2011.


Dagskráin fer fram í Gerðubergi, Gerðubergi 3-5 , 111 Reykjavík kl. 17-18. Allir eru velkomnir.


Hátíðardagskrá:

  • Tónlist
  • Upplestur (verðlaunahafi úr Stóru upplestrarkeppninni)
  • Ávarp mennta- og menningarmálaráðherra
  • Viðurkenning afhent á degi íslenskrar tungu
  • Tónlist
  • Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar afhent
  • Ávarp verðlaunahafa
  • Upplestur  (verðlaunahafi úr Stóru upplestrarkeppninni)
  • Dagskrárslit  – Veitingar í boði mennta- og menningarmálaráðuneytis

Á vef dags íslenskrar tungu er að finna upplýsingar um hluta af því sem fram fer undir merkjum dagsins. Sennilega hafa þó ekki nærri allir áhugaverðir viðburðir ratað inn á vefinn enn og því er rétt að benda fólki á að fylgjast með því sem kann að bætast við vefinn næstu daga. Á vefnum er einnig vísað á ýmsa sérvefi um Jónas Hallgrímsson, þar er hugmyndabanki kennara og yfirlit um þá sem hlotið hafa hin árlegu Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og aðrar viðurkenningar á degi íslenskrar tungu.