Skip to main content

Fréttir

Vel heppnuð Safnanótt í Eddu

Árnastofnun tók þátt í Safnanótt á Vetrarhátíð í fyrsta skipti í ár. Rúmlega 300 manns heimsóttu sýninguna Heimur í orðum og fjölmargir sendu Nýja-Íslandi afmæliskveðju í tilefni af 150 ára afmæli þess. Langar raðir mynduðust við tarotlestur á spilum úr norrænni goðafræði og margir hlýddu á skemmtilega örfyrirlestra sem fræðimenn hússins fluttu.