Skip to main content

Fréttir

Vefurinn fær nýtt útlit

Matthías Ragnarsson og Sigríður Hulda Sigurðardóttir.

 

Vefur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur fengið nýtt útlit. Við hönnun viðmóts var lögð áhersla á að einfalda skipulagið en þó þannig að gestir fengju fljótt gott yfirlit yfir undirkafla, uppsetning væri skýr og skilmerkileg og að greiður aðgangur væri að því sem gestir vefsins nota mest. Við hönnun útlits var áhersla lögð á að útlitið væri stílhreint, fallegt og nútímalegt þótt nýr vefur sé byggður á gömlum grunni. Gríðarmikið efni er á vef Árnastofnunar og flókið verkefni að koma því fyrir þannig að sem auðveldast sé að finna það.

Við svo viðamiklar breytingar má búast við byrjunarerfiðleikum. Því viljum við biðja ykkur um að sýna þolinmæði en ekki hika við að senda athugasemdir til okkar á netfangið vefur@arnastofnun.is.

Sigríður Hulda Sigurðardóttir, nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, hannaði nýtt útlit. Matthías Ragnarsson, nemi í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, skipulagði og flutti ásamt vefnefnd Árnastofnunar efni af gamalli vefsíðu stofnunarinnar yfir á nýja síðu. Rósa Sveinsdóttir, vefstjóri Árnastofnunar, hafði umsjón með verkinu. Vefurinn er unninn í vefumsjónarkerfinu SoloWeb, Hörður Þórðarson hjá Lausn ehf. forritaði.