Út er kominn geisladiskurinn Vappaðu með mér Vala, þar sem Ása Ketilsdóttir (f. 1935) fer með ýmsan fróðleik. Ása fæddist á Ytra-Fjalli í Aðaldal en hefur verið búsett á Laugalandi við Ísafjarðardjúp í rúmlega hálfa öld. Á diskinum flytur Ása fjölbreytilegan kveðskap, vísur, þulur, rímur og kvæði, og segir nokkrar sögur. Strandagaldur á Hólmavík gefur diskinn út í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, en auk þess höfðu Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur og Skúli Gautason, sem sá um upptökur og hljóðvinnslu, umsjón með útgáfunni. Með diskinum fylgir veglegur bæklingur skreyttur teikningum sem eru æskuverk Ásu sjálfrar, en Ásta Þórisdóttir hannaði útlitið.
Diskurinn er fáanlegur á skrifstofu stofnunarinnar en einnig er hægt að kaupa hann í vefbúð og verslun Strandagaldurs, sem sér einnig um dreifingu. Slóðin inn á heimasíðu útgáfunnar er www.galdrasyning.is/asudiskur Þar er hægt að skoða bæklinginn sem fylgir útgáfunni í vefformi og panta diskinn.
Verð: 3.200 kr.
Diskurinn á facebook síðu.