Á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur verið ákveðið að bjóða áhugasömum ýmsar bækur á tilboðsverði. Þetta eru eldri útgáfur stofnunarinnar, þ. á m. miðaldarímur, riddarasögur o.fl. textaútgáfur, afmælisrit, doktorsritgerðir, bréfasöfn, ráðstefnurit, orðasöfn og rit um handritafræði og íslenskt mál. Nokkur hefti tímarita stofnunarinnar eru einnig í boði, útgáfur á efni úr þjóðfræðisafni, póstkort og veggspjöld stofnunarinnar. Þá verður hægt að fá afmælisrit Mettusjóðs, tvö rit Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, tímaritið Són og rit Rímnafélagsins á góðu verði.
Verð á bókum er frá 200 krónum en algengt verð er 600 og 800 krónur. Áhugasamir geta fengið sendan lista yfir þær bækur sem í boði eru ásamt verði þeirra með því að senda ósk þar um til Rósu Þorsteinsdóttur: rosat@hi.is en einnig er hægt að sækja listann á heimasíðu stofnunarinnar. Þar er einnig hægt að fræðast nánar um flest ritin: www.arnastofnun.is/page/utgafa
Starfsmaður stofnunarinnar verður í Árnagarði, framan við innganginn á stofnunina á 2. hæð, þriðjudaginn 4. febrúar og miðvikudaginn 5. febrúar frá kl. 11 til kl. 14. Þar verða bækur til sýnis og tekið verður við pöntunum.
Fyrstir koma, fyrstir fá! Þar sem fá eintök eru til af sumum bókanna verða pantanir afgreiddar í þeirri röð sem þær berast.