Skip to main content

Fréttir

Úthlutun úr Rannsóknasjóði Rannís

Stjórn Rannsóknasjóðs Rannís hefur lokið við úthlutun til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2014. Úthlutað var um 598 milljónum króna. 274 umsóknir bárust í Rannsóknasjóð að þessu sinni og voru 67 þeirra styrktar. Tvö verkefni sem unnin verða í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hlutu styrk.

  • Haukur Þorgeirsson nýdoktor: Infrared and multi-spectral imaging of medieval Icelandic manuscripts, 4.040.000 kr.
  • Torfi Tulinius: „Time, Space, Narrative and the Íslendingasögur“, 8.300.000 kr. Samstarfsmenn eru Gísli Sigurðsson og Emily Diana Lethbridge.

Nánari upplýsingar um úthlutunina má fá á vef Rannís.

 

Gluggað í bók. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.