Stjórn Rannsóknasjóðs Rannís hefur lokið við úthlutun til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2014. Úthlutað var um 598 milljónum króna. 274 umsóknir bárust í Rannsóknasjóð að þessu sinni og voru 67 þeirra styrktar. Tvö verkefni sem unnin verða í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hlutu styrk.
- Haukur Þorgeirsson nýdoktor: Infrared and multi-spectral imaging of medieval Icelandic manuscripts, 4.040.000 kr.
- Torfi Tulinius: „Time, Space, Narrative and the Íslendingasögur“, 8.300.000 kr. Samstarfsmenn eru Gísli Sigurðsson og Emily Diana Lethbridge.
Nánari upplýsingar um úthlutunina má fá á vef Rannís.