Skip to main content

Fréttir

Úthlutun úr Rannsóknasjóði Rannís

Bókahillur. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

 

Stjórn Rannsóknasjóðs Rannís hefur lokið við úthlutun til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2015. Úthlutað var um 724 milljónum króna. 226 gildar umsóknir bárust í Rannsóknasjóð að þessu sinni og voru 67 þeirra styrktar. Tvö verkefni sem unnin verða á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hlutu styrk.

  • Ludger Zeevaert, samstarfsmenn eru Svanhildur Óskarsdóttir, Margrét Eggertsdóttir og Alaric Hall: Gullskinna. Postmedieval transmission and reception of a lost medieval parchment-codex, 7.350.000 kr.
  • Rósa Þorsteinsdóttir og Terry Adrian Gunnell, samstarfsmenn eru Örn Hrafnkelsson og Aðalheiður Guðmundsdóttir: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri: Composition, Context, and Collection 1864–2014, 7.400.000 kr.

Nánari upplýsingar um úthlutunina má fá á vef Rannís.