Skip to main content

Fréttir

Úthlutun Rannís fyrir 2022

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsóknarverkefna fyrir árið 2022, stærstu úthlutun sjóðsins frá upphafi. Alls bárust 355 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 82 þeirra styrktar eða rúmlega 23% umsókna.

Á sviði hugvísinda og lista voru fjórir styrkir tengdir Árnastofnun. Beeke Stegmann hlaut styrk fyrir verkefni sem kallast „Hringrás pappírs: Framleiðsla, frumnotkun og endurnotkun sautjándu aldar pappírs á Íslandi.“ 

Steinþór Steingrímsson verkefnisstjóri hlaut styrk fyrir doktorsverkefni sitt við Háskólann í Reykjavík „Smíði skilvirkra þjálfunargagna fyrir vélþýðingar."

Nýdoktorsstyrk hlaut Yelena Sesselja Helgadóttir Yershova fyrir verkefni sitt „Tilbrigði, texti og aðferðafræði við gerð á marktæku úrvali þjóðkvæðatexta með áherslur á þulur síðari alda.“

Einn doktorsnemi tengdur Árnastofnun, Lea Debora Pokorny, hlaut styrk fyrir verkefni sitt „Bókagerð á Íslandi á seinni hluta 14. aldar. Efnisleg rannsókn á handritum og handritagerð í evrópsku samhengi". Leiðbeinandi verkefnisins er Beeke Stegmann.

 

Við óskum styrkhöfum okkar til hamingju.