Skip to main content

Fréttir

Um 60 nemendur í handritaskólanum

Alþjóðlegur sumarskóli í handritafræðum á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Den Arnamagnæanske Samling í Kaupmannahöfn hófst í gær. Um 60 nemendur lesa handrit að þessu sinni en þetta er áttunda árið sem skólinn starfar. Námið fer fram í Reykjavík í sumar en annað hvert ár í Danmörku.

Samstarf er við Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn og háskólana í Tübingen, Zürich og Cambridge.

Nánari upplýsingar um skólann má fá á ensku: