Skip to main content

Fréttir

Úlfar Bragason lætur af störfum

Úlfar Bragason
Mynd: Jóhanna Ólafsdóttir

Úlfar Bragason rannsóknarprófessor og stofustjóri alþjóðasviðs hefur látið af störfum eftir farsælan starfsferil. Úlfar var forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals frá upphafi, árið 1988, en hún var ein þeirra stofnana sem árið 2006 urðu sameiginlega að Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Úlfar hefur unnið ötullega að kynningu íslenskrar menningar, eflingu íslenskra fræða og kennslu í íslensku sem öðru máli bæði erlendis og hérlendis. Rannsóknir hans hafa einkum verið á sviði íslenskra miðaldabókmennta, með höfuðáherslu á samtíðarsögur, auk rannsókna á vesturíslenskri menningu og flutningi Íslendinga til Vesturheims undir lok 19. aldar.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum þakkar Úlfari fyrir störf hans í þágu stofnunarinnar.

Um rannsóknir og feril Úlfars má lesa hér.