Skip to main content

Fréttir

Tveir heimar mætast 11. febrúar

Þjóðminjasafn Íslands. Mynd í eigu Þjóðminjasafnsins.

 

Dagur íslenska táknmálsins
Málþing: Tveir heimar mætast
Þjóðminjasafni Íslands, fyrirlestrasal
11. febrúar kl. 15-18

Í tilefni dags íslenska táknmálsins verður haldið málþing í sal Þjóðminjasafns Íslands kl. 15-18. Málþingið nefnist Tveir heimar mætast - ávinningur samfélagsins af táknmáli og döff menningarheimi. Þingið er á vegum Rannsóknastofu í táknmálsfræðum og Málnefndar um íslenskt táknmál í tilefni dags íslenska táknmálsins 11. febrúar.

Málstofustjóri er Heiðdís Dögg Eiríksdóttir

Dagskrá  Dagskrá til að prenta út (word, 25 kb)

15:00 Setning og kynning á dagskrá

15:05 Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytis flytur ávarp

15:15 Margrét Gígja Þórðardóttir, kennslustjóri og ráðgjafi hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra

Hvaða heimi tilheyri ég?

15:30 Dr. Dirksen Bauman, prófessor við Gallaudet háskóla í Washington

Deaf gain and Hearing Loss: The Benefits of Sign Language to Humanity

Döff gróði og heyrendatap/heyrnartap: Ávinningur mannkynsins af táknmálum. Myndbandsfyrirlestur

16:10 Kaffihlé

Kynningar á SignWiki.is og SpreadtheSign.com

Kolbrún Völkudóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir, undirleikari Jóhann G. Jóhannsson

Samsöngur á íslensku táknmáli og íslensku

16:30 Kaffihlé

 

16:40 Darri Hauksson, CODA

Í tveimur heimum

16:55 Jóhannes Gísli Jónsson, lektor í íslensku og málvísindum við Háskóla Íslands

Ávinningur af táknmálsrannsóknum. Hvað græða málvísindin á táknmálum?

17:25

Uldis Ozols táknmálskennari og Júlía Guðný Hreinsdóttir fagstjóri í íslensku táknmáli

Ólíkir menningarheimar

17:35 Málstofustjóri stýrir umræðum um ávinning samfélagsins af íslensku táknmáli

18:00 Málþingi slitið

Aðstandendur málþingsins vilja vekja athygli gesta á því að Félag heyrnarlausra, í samvinnu við Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra, býður upp á fyrirlestur Janne Boye Niemelä um lestur og ritun döff barna að loknu málþingi, kl. 19. Fyrirlesturinn er öllum opinn en honum er einkum beint til foreldra og kennara heyrnarlausra og heyrnarskertra barna og barna með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og heyrnarlausra foreldra heyrandi barna. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði Félags heyrnarlausra, Þverholti 14. Nánari upplýsingar á www.deaf.is.