Skip to main content

Fréttir

Tiodielis saga - ævintýri í ætt við riddarasögur

Út er komin bókin Tiodielis saga.  Tiodielis saga er ævintýri sem sver sig í ætt við riddarasögur og segir frá riddara sem hverfur úr konungshirð á skóga, fer úr klæðum sínum og tekur á sig dýrsham og etur skógardýr og hefur eftir þeirra náttúru. Kona hans og elskhugi hennar fela klæði riddarans sem þá festist í dýrshamnum og fjallar sagan síðan um hvernig hann nær aftur lífi með mannseðli.

Tiodielis saga er varðveitt í 24 íslenskum handritum, hið elsta er skinnhandrit frá 16. öld og hið yngsta á pappír frá því um 1900. Þrennar rímur hafa verið ortar út af sögunni, þær eru til í fjölda íslenskra handrita.

Tove Hovn Ohlsson mag. art. annaðist þessa frumútgáfu sögunnar.

Tiodielis saga fæst í Bóksölu stúdenta en hana er einnig hægt að panta á stofnuninni með því að senda tölvuskeyti: kari [hjá] hi.is. Verð: 3.400.