Skip to main content

Fréttir

Tímaritið Íslenskt mál komið út

 

34. hefti tímaritsins Íslensks máls og almennrar málfræði er komið út. Ritstjórar eru Haraldur Bernharðsson og Höskuldur Þráinsson. Eins og fyrri daginn er efnið vandað og fjölbreytt:

Greinar:
Málfræði íslenska táknmálsins (Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir, Jóhannes Gísli Jónsson, Kristín Lena Þorvaldsdóttir, Rannveig Sverrisdóttir)
Beygingarþróun fornafnsins ein(n)hver(r) (Katrín Axelsdóttir)
Um stuðlasetningu og bragarhætti í frumnorrænu (Michael Schulte)

Umræðugreinar og athugasemdir:
Getum við lært eitthvað af Aröbonum? Enn um a/ö-víxl í íslensku (Haukur Þorgeirsson)

Málsefni:
Dreifarnar. Fáein orð í Uppsalabók Snorra-Eddu (Heimir Pálsson)    

Doktorsvörn Jóhannesar Bjarna Sigtryggssonar:
Ævisaga Jóns Steingrímssonar og málið á 18. öld (Inngangur Jóhannesar Bjarna)
Andmæli Jóns G. Friðjónssonar og Veturliða Óskarssonar og viðbrögð Jóhannesar Bjarna við þeim.                               

Ritdómar
Hljóð eftir Kristján Árnason og Jörgen Pind (Gunnar Ólafur Hansson)

Að venju eru einnig í heftinu ritfregnir og skýrsla formanns málfræðifélagsins.

Útgefandi er Íslenska málfræðifélagið