Skip to main content

Fréttir

Þýskur skiptinemi og sjö tónlistarmenn endurhljóðblanda ölvísu

Thomas Kempka er þýskur skiptinemi við Háskóla Íslands sem heldur úti vefsíðunni Digital Kunstrasen (www.digitalkunstrasen.net) sem gefur út og dreifir tónlist, ljóðlist og myndlist á Netinu. Thomas sat meðal annars í námskeiði um íslenska menningu og þar tók hann sér fyrir hendur að vinna verkefni með upptöku úr þjóðfræðisafni stofnunarinnar. Hann valdi ölvísuna, Krúsarlögur kveikir bögur, í upptöku frá 1957 og fékk sjö tónlistarmenn frá ýmsum löndum til að endurhljóðblanda upptökuna. Auk þess fékk hann ellefu manns til að þýða vísurnar, sem sungnar eru, yfir á jafnmörg tungumál, eða ensku, finnsku, frönsku, hollensku, ítölsku, kúrdísku, norsku, rúmensku, rússnesku, tékknesku og þýsku.

Afraksturinn hefur nú verið gefinn út á Digital Kunstrasen og hægt er að hlaða hljómdiskinum niður frá þessari slóð:

www.digitalkunstrasen.net/kunstrasen/release_detail.php?release­dka061&lng­en

Einnig er hægt að nálgast bæklinginn með upplýsingum um verkefnið og þýðingunum hér:

www.digitalkunstrasen.net/kunstrasen/release_detail.php?release­dkl010&lng­en