Dr. Þórunn Sigurðardóttir er tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis 2015 fyrir fræðilegt efni fyrir bók sína „Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld“. Útgefandi er Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í samstarfi við Háskólaútgáfuna. „Með smitandi áhuga sínum og þekkingu kennir höfundur lesendum að skilja og meta löngu gleymdan kveðskap 17. aldar,“ segir í umsögn Viðurkenningaráðs Hagþenkis um bókina, en hún byggist á doktorsritgerð Þórunnar við Háskóla Íslands. Fyrr á árinu hlaut bókin Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlauna kvenna, í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis.
Frekari upplýsingar um tilnefningarnar má finna á heimasíðu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna.