Skip to main content

Fréttir

Þorleifur Hauksson hlýtur viðurkenningu fyrir ritun framúrskarandi fræðirits


Þorleifur Hauksson, íslensku- og bókmenntafræðingur var einn af tíu höfundum sem voru tilnefndir til viðurkenningar Hagþenkis 2007 fyrir ritun framúrskarandi fræðirits. Hann hlaut tilnefningu „fyrir yfirburða þekkingu á íslenskri stílfræði sem kristallast í vandaðri útgáfu sérstæðrar fornsögu“. Þorleifur hafði umsjón með og ritaði formála að Sverris sögu sem Hið íslenska fornritafélag gaf út árið 2007.

Á heimasíðu Hagþenkis má fá nánari upplýsingar um viðurkenninguna og Þorleif Hauksson.