Í gær, 22. febrúar, hélt Rósa Magnúsdóttir erindi sitt "Þóra og Kristinn: ævisaga - hjónasaga - kynslóðasaga - kynjasaga?" í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins Hvað er kynjasaga? Fyrirlesturinn er aðgengilegur á heimasíðu félagsins en þess má geta að Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk í arf íbúð þeirra Þóru Vigfúsdóttur (26. nóvember 1897-28. maí 1980) og Kristins E. Andréssonar (12. júní 1901-20. ágúst 1973) við Hvassaleiti 30. Íbúðin er leigð til erlendra fræðimanna sem hér stunda fræðastörf.
Fréttir
Þóra og Kristinn: ævisaga - hjónasaga - kynslóðasaga - kynjasaga?
23. febrúar 2011