Skip to main content

Fréttir

Þjóðsögur - íslenskar munnmælasögur á Akureyri


Sýningin Þjóðsögur – íslenskar munnmælasögur var opnuð í Amtsbókasafninu á Akureyri föstudaginn 14. mars og stendur til 30. apríl.

Um er að ræða verk tólf íslenskra teiknara, sem tóku að sér að myndskreyta þjóðsögur úr munnlegri geymd sem stofnunin gaf út fyrir jólin: Vel trúi ég þessu! Sýningin var unnin af Listasafni Reykjavíkur og eru sögurnar valdar úr hljóðritum í þjóðfræðasafni stofnunarinnar.

Nánari upplýsingar um sýninguna má fá á heimasíðu Amtsbókasafnsins.