Þjóðarspegill, þrettánda félagsvísindaráðstefna Háskóla Íslands, verður haldin í Gimli, Háskólatorgi, Lögbergi, Odda, Árnagarði og Aðalbyggingu HÍ föstudaginn 26. október frá klukkan 09:00 til 17:00.
Um 180 fyrirlestrar verða fluttir í 48 málstofum. Í tengslum við ráðstefnuna verður veggspjaldasýning og kynning á veggspjöldum í Gimli og Háskólatorgi þar sem fjölmargir fræðimenn, meistara- og doktorsnemar kynna rannsóknir sínar. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.
Í málstofunni Sögur og ævintýri sem hefst klukkan eitt í Lögbergi fjallar Rósa Þorsteinsdóttir rannsóknarlektor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um Grimmsævintýri á Íslandi. Þar fjalla einnig Aðalheiður Guðmundsdóttir og Terry Gunnell um íslensk ævintýri og kraftinn. Auk þeirra flytja Kristín Einarsdóttir og Birna Kristjánsdóttir erindi í sömu málstofu.
Dagskrá Þjóðarspegilsins er að finna á vefnum www.fel.hi.is/thjodarspegillinn.