Maha Chakri Sirindhorn prinsessa, systir konungsins á Tælandi, kom í stutta heimsókn til Íslands mánudaginn 25. febrúar.
Hún skoðaði Þjóðminjasafnið og heimsótti Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Guðvarður Már Gunnlaugsson og Þórunn Sigurðardóttir tóku á móti prinsessunni og fylgdarliði hennar og sýndu henni nokkur handrit, auk þess sem hún var frædd um stofnunina og handritamálið. Prinsessan sýndi handritunum mikinn áhuga enda þekkt fyrir áhuga á sögu og fornleifafræði.
Hér má kynna sér Maha Chakri Sirindhorn nánar.