Í lok árs 2007 gaf Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Bókaútgáfan Æskan út bókina og geisladiskinn Vel trúi ég þessu! Bókin geymir tólf munnmælasögur sem valdar voru úr hljóðritum í þjóðfræðisafni stofnunarinnar.
Nú hefur verið opnuð á Hornafirði sýningin Þjóðsögur - íslenskar munnmælasögur á verkum teiknaranna sem myndskreyttu sögurnar. Sýningin tengist einnig alþjóðlegum degi barnabókarinnar en teiknararnir eru þekktir fyrir myndskreytingar í íslenskum barnabókum.
Eftirtaldir listamenn myndskreyttu sögurnar: Ragnheiður Gestsdóttir, Gunnar Karlsson, Freydís Kristjánsdóttir, Þórarinn Böðvar Leifsson, Brian Pilkington, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Margrét E. Laxness, Áslaug Jónsdóttir, Sigrún Eldjárn, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Halldór Baldursson, Anna Cynthia Leplar.
Sýningin tengist einnig verkefninu Munnleg hefð sem unnin er í samvinnu Háskólaseturs á Hornafirði, Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, þar sem upptökur með frásögnum Austur-Skaftfellinga eru afritaðar og skráðar.
Lesa má um sýninguna á heimasíðu Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.
Fréttir
Sýningin Þjóðsögur – íslenskar munnmælasögur opnuð í Menningarmiðstöð Hornafjarðar
19. febrúar 2008