Skip to main content

Fréttir

Sýningarstjóri óskast

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auglýsir eftir sýningarstjóra til þess að stýra mótun og uppsetningu nýrrar sýningar í Húsi íslenskunnar sem áætlað er að verði opnuð haustið 2023. 

Ný sýning í Húsi íslenskunnar veitir tækifæri til að vekja áhuga á þeim menningararfi sem felst í fjölbreyttum gögnum Árnastofnunar og sýna hann í nýju ljósi. Meðal gagnanna eru þekktustu miðaldahandrit Íslendinga, umfangsmikið örnefnasafn og þjóðfræðiefni í hljóðritum. Sýningunni er ætlað að höfða til fólks á öllum aldri, jafnt þeirra sem búsettir eru á Íslandi og ferðamanna sem sækja það heim.

Um er að ræða tímabundið starf til þriggja ára. Sýningarstjóri heyrir beint undir forstöðumann.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • leiða handritsgerð fyrir sýninguna í samvinnu við forstöðumann, sýningarnefnd og starfsfólk stofnunarinnar,
  • móta útlit hennar í samvinnu við sýningarnefnd, sýningarhönnuði og hönnuði hússins,
  • stýra vinnu við framleiðslu, uppsetningu og eftirfylgni, 
  • bera ábyrgð á sýningarskrá og gerð kynningarefnis og varnings í tengslum við sýninguna,
  • bera ábyrgð á gerð kostnaðaráætlunar í sambandi við sýninguna og móta dagskrá með viðburðum í tengslum við sýninguna,
  • stuðla að góðu samstarfi við söfn í næsta nágrenni,

Hæfnikröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. 
  • Brennandi áhugi á íslenskri tungu og menningu og miðlun hennar til nýrra kynslóða. 
  • Traust reynsla af sýningarstjórnun.
  • Rík samskiptahæfni.
  • Frumkvæði og drifkraftur í verkefnavinnu. 
  • Færni í að leiða hugmyndavinnu með ólíkum einstaklingum. 

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Gert er ráð fyrir að ráðning taki gildi 1. maí 2021 eða eftir samkomulagi. Umsækjendur eru beðnir að skila ferilskrá ásamt kynningarbréfi sem lýsir áhuga á starfinu og hæfni umsækjanda til að gegna því. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 15.3.2021.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Nordal - gnordal@hi.is.

Sótt er um starfið á Starfatorgi.