Svanhildur Óskarsdóttir rannsóknardósent á stofnuninni hefur hlotið verðlaun úr sjóði Dags Strömbäcks fyrir skrif sín á sviði íslenskrar textafræði. Í rökstuðningi Konunglegu Gústafs Adolfs akademíunnar kemur fram að í verkum sínum takist Svanhildi einstaklega vel að flétta textafræðilegri skarpskyggni saman við bókmenntafræði og hugmyndasögulega nálgun.
Viðurkenningin verður veitt laugardaginn 6. nóvember á hátíðarfundi akademíunnar í Uppsalahöll. Verðlaunaféð nemur 40.000 sænskum krónum.
Upplýsingar um Gústafs Adolfs akademíuna, sjóði og styrki: