Skip to main content

Fréttir

Sumarsýning handritasafns í Landsbókasafninu

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.

 

Opnuð hefur verið í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni sýningin Pappírshandrit og skinnblöð. Um er að ræða sumarsýningu á vegum handritasafns í Landsbókasafni og má þar sjá ýmis dæmi um skinnblöð og pappírshandrit. Á sýningunni má m.a. sjá hið merkilega Kveisubelti en það er líklega hið eina sinnar tegundar sem varðveist hefur á Íslandi. Blaðið er skinnlengja með lesningu eða bæn gegn kveisu eða gigt og er talið að slík bænablöð hafi verið nokkuð algeng á sínum tíma, en þau voru gerð upptæk eða brennd í galdraofsóknunum á 17. öld. Einnig eru á sýningunni eftirgerðir af skinnblöðum ásamt síðari alda handritum. Sýningin mun standa í sumar.