Rannsóknasjóður Háskóla Íslands úthlutaði styrkjum 19. janúar sl. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknarstarfsemi í Háskólanum og stofnunum honum tengdum. Fjórir starfsmenn Árnastofnunar hlutu styrk að þessu sinni:
Einar Freyr Sigurðsson rannsóknarlektor. Verkefni hans nefnist Merking fyrri hluta samsettra orða.
Emily Lethbridge rannsóknardósent. Verkefni hennar er á sviði örnefna og nefnist Íslensk túnanöfn: Frumkönnun og greining.
Guðvarður Már Gunnlaugsson rannsóknarprófessor. Hann hlaut styrk til verkefnisins Dýrlingar í Skálholti: Meinlifnaður í forníslenskum bókmenntum.
Rósa Þorsteinsdóttir rannsóknardósent. Hún hlaut styrk til verkefnisins Áhrif Guðbrands Vigfússonar á útgáfu þjóðsagna Jóns Árnasonar.