Úthlutun styrkja úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands árið 2012 er lokið. Eftirtalin verkefni verða unnin á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum:
- Íslenska við aldahvörf. Erlend máláhrif í lok 19. og 20. aldar, 700 þúsund. Verkefnisstjóri: Ásta Svavarsdóttir.
- Hugbúnaður fyrir handleiðréttingu ljóslesinna texta, 1.100 þúsund. Verkefnisstjóri: Guðrún Kvaran.
- Heildarútgáfa á dróttkvæðum, 1.300 þúsund. Verkefnisstjóri: Guðrún Nordal.
- Fimm Njálubrot frá 14. og 15. öld – uppskrift og kóðun 500 þúsund. Verkefnisstjóri: Svanhildur Óskarsdóttir.