Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur sérstaka fjárveitingu til að styrkja danska fræðimenn til rannsókna á Íslandi, einkum í tengslum við rannsóknir á handritum og öðrum frumheimildum.
Umsóknir fyrir árið 2008 voru afgreiddar skömmu fyrir jól:
- M.J. Driscoll, starfsmaður við Árnasafn í Kaupmannahöfn, fékk styrk í 2 mánuði til rannsókna á handritum Magnúsar Jónssonar í Tjaldanesi;
- Þorbjörg Helgadóttir, starfsmaður norrænnar fornmálsorðabókar í Kaupmannahöfn, fékk styrk í 1 mánuð til vinnu við útgáfu á Rómverja sögu;
- Charlotte Franzdatter Johansen, stud.mag. Kaupmannahöfn fékk styrk í 4 mánuði vegna vinnu við meistaraprófsritgerð um endurvinnslu frásagna af Hrólfi kraka;
- Tove Hovn Ohlsson, mag. art., fékk 2 mánuði til undirbúnings útgáfu á Tíódels sögu;
- dr. Rolf Stavnem fékk 1 mánuð til vinnu við útgáfu á Rekstefju.