Skip to main content

Fréttir

Styrkir til Árnastofnunar

Marco Verch
Marco Verch

Starfsmenn og verkefni á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hlutu veglega styrki á síðustu vikum.

Stór styrkur var veittur af Nordplus, menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar, til að vinna að færeyskri beygingarlýsingu. Styrkurinn hljóðar upp á 71.400 evrur sem jafngildir 10,6 milljónum íslenskra króna. Umsjónarmaður verkefnisins er Kristján Rúnarsson.

Verkefni Birnu Lárusdóttur hlaut 700 þúsund króna styrk úr Rannsóknarsjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar. Verkefnið miðar að því að undirbúa útgáfu efnis sem unnið er úr rannsókn hennar á kortlagningu örnefna og menningar í Surtsey.

Við óskum styrkhöfum okkar til hamingju.

 

Mynd: Marco Verch, leyfi CC 2.0.