Alþjóðlega ráðstefnan Sturla Þórðarson 1214–2014 var haldin í Norræna húsinu 27.–29. nóvember sl. Tuttugu erindi voru flutt auk þess sem skáldin Gerður Kristný og Matthías Johannessen fluttu ljóð við setningu ráðstefnunnar og Þorsteinn frá Hamri rak smiðshöggið með upplestri Hrafnsmála. Þátttaka var mjög góð en um 160 manns sóttu þingið þegar mest var. Stefnt er að því að birta erindin í ráðstefnuriti.
Að ráðstefnunni stóðu Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Háskóli Íslands og Óslóarháskóli. Sérstakar þakkir fyrir styrki fá Kungl. Gustav Adolfs Akademien för svensk folkkultur, Norsk kulturråd, Clara Lachmanns Fond, Letterstedtska Föreningen og Norræna húsið.
Myndir: Jóhanna Ólafsdóttir ljósmyndari á stofnuninni. |
|
www.arnastofnun.is/page/sturla_radstefna