Skip to main content

Fréttir

Stuðningur við úkraínska vísinda- og fræðimenn

Fjöldamargar mennta- og vísindastofnanir um allan heim hafa tekið höndum saman til að styðja úkraínska vísinda- og fræðimenn. Framtakið heitir Science for Ukraine og felst þátttaka í því að bjóða úkraínskum vísindamönnum á flótta aðstoð og aðstöðu til rannsókna. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum tekur þátt í þessu framtaki og hefur nú þegar rétt tveimur fræðimönnum á flótta hjálparhönd. 

Heimasíða Science for Ukraine.