Strandhögg er ráðstefna sem haldin verður á Ströndum dagana 12.-14. júní. Með þátttöku heimamanna og valinkunnra fræðimanna verður lögð áhersla á framsögu á vettvangi – allt frá Konungsvörðu og norður í Krossneslaug. Meðal fyrirlesara í opinni málstofu um menningararf og jaðarmenningu er Guðrún Ása Grímsdóttir sagnfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sagnfræðingafélag Íslands og Félag þjóðfræðinga á Íslandi í samstarfi við Þjóðfræðistofu og ReykjavíkurAkademíuna standa að ráðstefnunni.