Skip to main content

Fréttir

Stefnumótakaffi - Á slóðum Íslendingasagna

 

Gerðuberg - Menningarmiðstöð

Á stefnumótakaffi októbermánaðar í Gerðubergi, miðvikudaginn 10. október kl. 20-22, segir Emily Lethbridge frá ferðalagi sínu um söguslóðir Íslendingasagna. Hugmynd Emily var að ferðast um Ísland og lesa allar Íslendingasögurnar ,,á réttum stöðum". Ferðalagið hófst í janúar 2011 þegar Emily lagði ein af stað frá Bretlandi til Íslands með gamlan Land Rover sjúkrabíl. Hún ferðaðist um landið á sjúkrabílnum í næstum því eitt ár, en bíllinn var ekki aðeins faratæki heldur líka heimili hennar. Á Stefnumótakaffinu ætlar Emily að ræða um ferðalagið sitt, nefna nokkur atriði og nokkra staði sem henni þóttu merkilegastir og skemmtilegastir, og segja frá því hvert verkefnið fer í framtíðinni. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Nánari upplýsingar má fá á vef Gerðubergs.