Fyrsta ferðin með handritin alla leið heim var farin í gær, í heimahérað Árna Magnússonar, Dalina. Kjartan Sveinsson tónlistarmaður og fóstra rímnahandritsins frá Staðarhóli í Saurbæ afhenti Dalamönnum við hátíðlega athöfn eftirgerð Hersteins Brynjólfssonar af handritinu. Sigurður Þórólfsson bóndi í Innri-Fagradal tók á móti handritinu fyrir hönd heimamanna. Á myndinni sést sýningin, hönnuð af Finni Arnari, sem rímnabókin er nú orðin hluti af. Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur sagði frá handritinu og Steindór Andersen kvað rímur úr því.
Verkefnið er styrkt af Menningarráði Vesturlands.