Skip to main content

Fréttir

Staðarhólsbók rímna á Akranesi

Staðarhólsbók rímna.

 

Sýningin Staðarhólsbók rímna er nú á Bókasafni Akraness. Sýningin var útbúin í tilefni 350 ára afmælis Árna Magnússonar, 13. nóvember 2013, og stendur Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að henni. Á afmælisárinu var lögð áhersla á að handritin í safni Árna komu víðs vegar að af landinu; þau voru skrifuð og lesin um allt land og má segja að hvert hérað geti státað af dýrgripi í Árnasafni. Gerðar voru eftirmyndir af sex handritum og þeim komið fyrir í héruðum í samvinnu við söfn og ábúendur á hverjum stað. Fyrsta ferðin var farin í heimahérað Árna Magnússonar, Dalina, með Staðarhólsbók rímna sem nú er á Bókasafni Akraness.

Laugardaginn 1. febrúar kl. 14 flytur Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur erindi um Staðarhólsbók rímna á Bókasafni Akraness og  Steindór Andersen kveður rímur. Gestum gefst kostur á að skoða sýninguna. Aðgangur er ókeypis.

 

Rósa Þorsteinsdóttir.