Staða íslenskukennara við Sorbonneháskóla í París er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. september 2010. Ráðning er tímabundin til þriggja ára með möguleika á endurráðningu til jafnlangs tíma. Kennsluskylda er 192 tímar á ári. Krafist er M.A. prófs í íslensku og kennslureynslu. Umsækjendur þurfa að geta kennt íslenskt mál og bókmenntir og fjallað um íslenskt samfélag. Æskilegt er að þeir hafi búið á Íslandi undanfarin ár. Kunnátta í frönsku er nauðsynleg.
Umsóknir, er greini frá námi og störfum umsækjenda, ásamt skýrslu um ritsmíðar og rannsóknir, skulu sendar til Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, stofu Sigurðar Nordals, pósthólf 1220, 121 Reykjavík, fyrir 20. febrúar 2010.
Nánari upplýsingar veitir Úlfar Bragason rannsóknarprófessor í síma 562 60 50
Reykjavík 28. janúar 2010
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum