Vakin er athygli á að auglýst hefur verið laus til umsóknar tímabundin staða kennara í íslensku við Manitobaháskóla í Kanada. Ráðið verður í stöðuna til eins árs frá 1. júlí eða 1. ágúst nk. Kennaranum er ætlað að kenna íslenskt nútímamál. Kennsluskyldan er 18 tímar á viku. Umsækjendur skulu a.m.k. hafa lokið M.A.-prófi í íslensku eða sambærilegu prófi og hafa reynslu af kennslu á háskólastigi.
Umsóknarfrestur er til 12. apríl nk.
Umsóknir með ferilskrá og fylgigögnum sendist til:
Dr. Birna Bjarnadóttir, Chair,
Department of Icelandic,
372 University College,
University of Manitoba,
Winnipeg, MB,
Canada, R3T 2M8.
Birna Bjarnadóttir veitir einnig frekari upplýsingar um starfið. Netfang hennar er: bjarnado [hjá] cc.umanitoba.ca