Skip to main content

Fréttir

Staða handritaskrásetjara er laus til umsóknar

Árnastofnun leitar að áreiðanlegum aðila til að sinna skráningu fornbréfa og bréfabóka í rafrænan gagnagrunn frá 1. janúar 2024 til tveggja ára. Verkefnið er samstarfsverkefni Árnastofnunar, Árnasafns í Kaupmannahöfn, Ríkisskjalasafnsins í Osló og Þjóðskjalasafns Íslands.

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 24. nóvember 2023.

Nánari upplýsingar veitir Guðvarður Már Gunnlaugsson, gudvardur.mar.gunnlaugsson@arnastofnun.is.

Ítarlegri lýsingu á starfinu er að finna á Starfatorgi.