Skip to main content

Fréttir

Sprotar

Ársfundur 2013
Hótel Sögu, í salnum Kötlu
10. apríl kl. 8.15–10


 

 

Dagskrána má stækka með því að smella á myndina.

Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður haldinn 10. apríl 2013 á Hótel Sögu, Kötlusal, kl. 8.15-10. Á fundinum verður sjónum beint að verkefnum yngri kynslóðar fræðimanna og listamanna sem hafa eflt starf stofnunarinnar á síðustu árum. Villuleitarforritið Skrambi er frábær nýsköpun á grunni gagna stofnunarinnar, gagnagrunnurinn Ísmús opnar almenningi aðgang að segulbandaupptökum, ný orð skjóta rótum í tungumálinu og kynni eru endurnýjuð við handrit sem vesturfarar tóku með sér til Kanada. Á hverju ári koma erlendir námsmenn til að læra íslensku. Þannig verða nýir sprotar og ný þekking til.

Dagskrá.

Allir eru velkomnir.

Gestir eru beðnir að skrá sig fyrir hádegi þriðjudaginn 9. apríl.

 

Nemar í sumarskóla í íslensku.