Tímaritið Språk i Norden 2008 er komið út. Þema þessa árgangs er nafnrækt og löggjöf um nöfn: mannanöfn, örnefni og vörumerki. Greinarnar veita sameiginlega yfirlit um nafnrækt og nafnalöggjöf um öll Norðurlönd auk greinargerðar um starf sérfræðinganefndar SÞ um örnefni. Einnig er birt samþykkt sem sérfræðingar um norræna nafnrækt gerðu haustið 2007. Þá er í heftinu grein um framkvæmd norrænu málstefnuyfirlýsingarinnar 2006, stutt kynningargrein um finnsku og yfirlit um norrænt tungumálasamstarf 2007.
Á heimasíðu stofnunarinnar er hægt er að skoða ágrip greinanna á íslensku: