Skip to main content

Fréttir

Söguþingið 2012

Opnað hefur verið fyrir skráningu á söguþingið sem haldið verður í húsakynnum Háskóla Íslands 7.-10. júní 2012. Þingið verður veglegt og í boði á þriðja tug málstofa um hin ýmsu efni með yfir 90 fyrirlestrum. Þingið þjónar allt í senn sem vettvangur fyrir kynningu á niðurstöðum nýjustu rannsókna í íslenskri sagnfræði, veitir yfirlit yfir stöðu þeirra nú og þar er rætt um hvert stefnir í rannsóknum á sviðinu.

Athygli er vakin á málstofum sem fræðimenn á stofnuninni taka þátt í.

  • Miðlun menningararfsins á nýrri öld
  • Samband ríkis og kirkju á 20. öld - og áfram?
  • Skrifað, safnað, lesið, hlustað. Félags- og menningarsaga handritaðs efnis á átjándu og nítjándu öld
  • Texti og orðræða á íslenskum miðöldum
  • Um Vesturheimsferðir