Skip to main content

Fréttir

Sögulegur pappír aldursgreindur

Þessa dagana er unnið að því að aldursgreina pappír frá sautjándu öld með hjálp FTIR-litrófsgreiningar (e. Fourier-Transform Infrared spectroscopy). Þetta er liður í rannsóknarverkefninu Hringrás pappírs sem snýst um að efla fræðilega þekkingu á pappír sem notaður var á Íslandi áður fyrr. Aldursgreiningin er unnin í samstarfi við Academy of Fine Arts í Austurríki.

Í sögulegum pappír eru oftast svokölluð vatnsmerki sem gefa vísbendingar um uppruna og aldur þess. En þegar ekki er hægt að þekkja vatnsmerkin eða þau eru ekki sjáanleg þarf að nota aðrar aðferðir. Í verkefninu verður því náttúruvísindalegum aðferðum bætt í þeim tilgangi að aldursgreina slíkan pappír. FTIR-litrófsgreining mælir sameindatitring sem myndast við tiltekna orkugjöf. Útkoman er kúrfa sem veitir upplýsingar um samsetningu efna í pappírnum og niðurbrot sameinda þeirra sem svo gefur aldur pappírsins til kynna. Aðferðin skemmir ekki pappírinn og engin sýni eru tekin.