Skip to main content

Fréttir

Snorrastyrkþegar 2021

Í tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar, 23. september 1991, ákvað ríkisstjórn Íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Samkvæmt reglum um styrkina, sem gefnar voru út 1992, skulu þeir árlega boðnir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Styrkirnir skulu veittir í þrjá mánuði hið minnsta og miðast við greiðslu á ferðakostnaði styrkþega og dvalarkostnaði innanlands.

Styrkir Snorra Sturlusonar fyrir árið 2021 voru auglýstir í júlí sl. með umsóknarfresti til 1. desember. Níu umsóknir frá sjö löndum bárust áður en umsóknarfrestur rann út. Í úthlutunarnefnd styrkjanna eiga sæti Branislav Bédi formaður nefndarinnar, Pétur Gunnarsson rithöfundur og Sif Ríkharðsdóttir prófessor. Nefndin hefur nú lokið störfum.

Þeir sem hlutu styrk að þessu sinni:

Benjamin Raffield

Benjamin Raffield er með doktorsgráðu í fornleifafræði frá Háskólanum í Aberdeen og starfar við rannsóknir við Háskólann í Uppsölum. Hann stefnir á að rannsaka merkingu þrælahalds í íslenskum miðaldaritum. Hann hlaut þriggja mánaða styrk.

Gareth Lloyd Evans er með doktorsgráðu frá Oxford-háskóla og er aðjúnkt í enskum miðaldabókmenntum við sama háskóla. Hann vinnur að bók sinni „The Poetics of Emotion in Saga Narrative“ og skrifar um túlkun tilfinninga í Íslendingasögum. Hann hlaut fjögurra mánaða styrk.

Gareth evans
Rebecca Merkelbach

  

 Rebecca Merkelbacher með doktorsgráðu frá Cambridge-háskóla og starfar sem nýdoktor við Eberhard Karls Universität í Tübingen. Helsta viðfangsefni hennar eru rannsóknir sem snúa að persónum, samfélagi og frásagnarheimi yngri Íslendingasagna. Liður í rannsóknum hennar á þessu sviði verður að gefa út nýjar þýskar þýðingar á tíu af þessum yngri Íslendingasögum ásamt skýringum og formála. Markmið hennar er að vinna við þýðingu á Bárðarsögu á þýsku. Hún hlaut þriggja mánaða styrk.